2008-12-24

Sulfur pollution - H2S

There has been some discussion about the level of H2S pollution in Iceland recently.

A recent power-plant in Hellisheidi, 25 km ESE of Reykjavik, has caused the level of H2S pollution to rise considerably. There is also a similar plant at Nesjavellir. On the official web of UST there is a nice example of how the level has changed:

http://www.ust.is/Mengunarvarnir/Loftgaedi/Brennisteinsvetni/

It should be pointed out right away that the level of pollution is well below the official health limits for 24 hours of pollution, which are 150 micro-grams per cubic meter, in Reykjavik.

Some have though tried to convince people that the power-plant is not responsible for the increased pollution. That the level is not detectable in Reykjavik.

Below I show very simple calculations how the pollution from a point-source spreads in a slow 2 m/s wind.

Punkt-uppruni mengunar

This figure shows the resulting level of pollution, in micro-grams per cubic meter, for a simple point-source, without wet deposition (or dry), for constant wind direction and speed. Reykjavik would be at x = 25 km.

It is obvious that for the level of pollution in Reykjavik to be 50 - 100 micro-grams per cubic meter, that the pollution is considerably stronger as we get closer. Here the stack height is at 30 m.

H2S á GRE 10. des, 2008

This figure shows the measured H2S concentration on December 10th, 2008 at Grensas. The maximum is about 70 micro-grams per cubic meter. Wind-speed from morning till 14 was about 2 m/s and the wind direction was close to easterly.


2008-10-25

Líkanreikningar á svifryksmengun - hrollvekja

Á föstudaginn var hélt ég fyrirlestur við Jarðvísindastofnun þar sem ég fór yfir líkanreikninga mína á styrk svifryksmengunar. Eins og titillinn gefur til kynna er það ekkert alveg einfalt mál, en þó hefur nokkur árangur engu að síður náðst.

Eitt af því sem menn velta mest fyrir sér er þáttur nagladekkja í svifryksmengun. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum og þær eru engan veginn endanlegar, tvöfaldast magn svifryks af völdum bílaumferðar á veturna. Það samsvarar því, ef við gerum ráð fyir að um helmingur sé á nagladekkjum (og að frost-þíða og annað hafi ekki áhrif - sem er ólíklegt) að bílar á nagladekkjum séu um 4 sinnum meiri framleiðendur á svifryki en bílar á ónelgdum.

Hafa verður í huga að engu að síður er þarna aðeins um einn þátt umferðar, malbiksslits, að ræða, sem er um55% af svifryki í toppum (skv. einni könnun), þannig að svifryk myndi í besta falli minnka beint um 20% ef engir naglar. Hér er þó ekki tekið með í reikninginn að uppsafnað svifryk gæti einnig minnkað og valdið frekari minnkun. En heldur er ekki tekið tillit til þess að frost-þíðu ferli og annað geta valdið meira sliti að vetri að þannig útskýrt aukninguna að vetri, óháð nagladekkjum.

Hér að neðan er síðan sýnishorn af líkaninu fyrir tvö tímabil á árinu 2006 (líkan er rauð lína, gögn blá lína):

image

Líkanið tekur ekki með snjóhulu og fjarlæga sandstorma eða mengunarský, en hefur hinsvegar umferð og veðurfar. Lítur bara nokkuð vel út og verður spennandi að þróa líkanið áfram.

2008-10-04

Sandstormur frá svæðinu norðan Vatnajökuls

Miðvikudaginn 17. September, 2008 var stíf sunnanátt og mikill sandstrókur (jökulset) stóð frá svæðinu rétt norðan Dyngjujökuls út yfir svæðið milli Melrakkasléttu og Langaness á haf út.

Svona atburðir eru nokkuð algengir og þegar strókur sem þessi stendur frá fjörum sunnanlands inn yfir Höfuðborgarsvæðið mælist gjarnan verulega aukin svifryksmengun.

Myndirnar kom frá Jeff Schmaltz (Mynd 1), MODIS Rapid Response, NASA Goddard Space Flight Center og hinar frá MODIS Rapid Response, NASA Goddard Space Flight Center.


iceland_sandstormur_zoom

Sandstrókur frá svæðinu norðan Dyngjujökuls, áfram á milli Melrakkasléttu og Langaness á haf út.

Iceland_2008261_sandstormur_zoom

Samskonar mynd, nema núna í fölskum litum (band 721), sem sýnir jafnvel betur hvaðan fína efnið kemur.

2008-09-20

Ekki nýtt lágmark í hafísþekju / No new minimum in Sea Ice extent

image

Nú er orðið ljóst að metið frá síðasta ári verður ekki slegið. Farið er að kólna og hætt að bráðna. Á myndinni að ofan má sjá að þekjan í júlí og ágúst í ár var heldur meiri en árið 2007.

2008-06-24

Nýtt lágmark í hafísþekju í uppsiglingu ? / Sea ice - new low ?

Eftir tiltölulega kaldan vetur og þar af leiðandi meiri hafísbreiðu en veturinn þar á undan, er hafísþekjan nú þegar í maí orðin nánast jöfn því sem hún var árið áður - ísinn, sem að mestu er fyrsta árs ís, bráðnar því hraðar en árið áður, en þá náði hafísþekjan sögulegu lágmarki.

Myndin hér að neðan sýnir hafísþekjuna (minnst 15% þekja) árin 1980, 2007, meðaltalsþekju áranna 1978 - 2007 og síðan janúar til maí í ár.

After a relatively cold winter, and a greater sea ice extent than the winter before, the sea ice extent in may was nearly the same as the year before - see figure below.

seaiceextent_may2008

2008-03-19

Hafís

Síðastliðið ár mældist minnsta útbreiðsla hafíss síðan mælingar hófust.  Útbreiðslan miðar við að minnsta kosti 15% hafsvæðisins sé þakið ís.

image Eins og sjá má á myndinni að ofan, var heildarflatarmálið árið 2007 í lágmarki aðeins rétt rúmlega 4 milljón ferkílómetra.  Þetta er langtum minna en meðaltal áranna 1978 - 2007, og helmingi minna en árið 1980 þegar hæðsta gildi á lágmarks-útbreiðslu mældist.

Allar líkur eru á því að lágmarkið haldi áfram að lækka.

Ástæður þess eru:

  • Margra ára ís heldur áfram að þynnast og eyðast.
  • Enda þótt kaldir vetur myndi stóra þekju, eru sumrin oftast nægjanlega heit til að bræða megnið af þeim ís, og sennilega oftast allan þann ís og meira til.

Hafís að sumri gæti því orðið mjög lítill á næstu áratugum og jafnvel horfið alveg á þeim tímaskala.

Sinueldar á Mýrum 2006

Á Íslandi varð mesti skráði sinubruni Íslandssögunnar þegar eldur kom upp á Mýrum vorið 2006, en þar brann svæði sem var um 73 km2 að flatarmáli.

Kort af brunasvæðinu - Þröstur Þ, Borgþór M. og Guðmundur G. Til viðmiðunar má nefna að flatarmál Þingvallarvatns er um 82 km2.

Með úrvinnslu gervitunglamynda og athugunum á jörðu niðri var hægt að rekja framvindu eldanna á Mýrum.

image Nýlega kom upp eldur í mosaþembu á Miðdalsheiði í júní 2007. Þótt brunasvæðið á heiðinni væri lítið (0,09 km2) í samanburði við svæðið á Mýrum var um að ræða einhvern mesta gróðureld í nágrenni Reykjavíkur í seinni tíð.

Frekari rannsókna er þörf til að gera áhættumat vegna slíkra elda í sumarhúsabyggð.  Nauðsynlegt er að afla sem bestrar vitneskju um útbreiðsluhraða elda við þær aðstæður sem ríkja á hverju svæði og meta hvenær hætta er á slíkum eldum.

Unnið er að því að fjármagna slíkar rannsóknir.

Lesa má um Mýraelda í væntanlegum greinum eftir Þröst Þorsteinsson, Borgþór Magnússon og Guðmund Guðjónsson í Náttúrufræðingnum og International Journal of Remote Sensing - nánar síðar.

Technorati Tags:

2008-03-01

Flóð í Afríku

Nú í upphafi árs hafa verið mikil flóð víða í Afríku.


Meðfylgjandi myndir eru frá Mósambik, en þar verða oft flóð á regntímabilinu, sem byrjar í október, nær hámarki í desember og lýkur í apríl. Í upphafi árs 2008 voru töluverð flóð vegna rigninga.


Mozambique_2008


Á þessum myndum, annars vegar frá nóvember 2007 (vinstra megin) og svo janúar 2008 (hægra megin), sést hvernig árnar eru að flæða yfir bakka sína á stóru svæði. Skalinn á myndinni er u.þ.b. 500 km norður-suður (upp-niður).