Nú í upphafi árs hafa verið mikil flóð víða í Afríku.
Meðfylgjandi myndir eru frá Mósambik, en þar verða oft flóð á regntímabilinu, sem byrjar í október, nær hámarki í desember og lýkur í apríl. Í upphafi árs 2008 voru töluverð flóð vegna rigninga.
Á þessum myndum, annars vegar frá nóvember 2007 (vinstra megin) og svo janúar 2008 (hægra megin), sést hvernig árnar eru að flæða yfir bakka sína á stóru svæði. Skalinn á myndinni er u.þ.b. 500 km norður-suður (upp-niður).
No comments:
Post a Comment