Á Íslandi varð mesti skráði sinubruni Íslandssögunnar þegar eldur kom upp á Mýrum vorið 2006, en þar brann svæði sem var um 73 km2 að flatarmáli.
Til viðmiðunar má nefna að flatarmál Þingvallarvatns er um 82 km2.
Með úrvinnslu gervitunglamynda og athugunum á jörðu niðri var hægt að rekja framvindu eldanna á Mýrum.
Nýlega kom upp eldur í mosaþembu á Miðdalsheiði í júní 2007. Þótt brunasvæðið á heiðinni væri lítið (0,09 km2) í samanburði við svæðið á Mýrum var um að ræða einhvern mesta gróðureld í nágrenni Reykjavíkur í seinni tíð.
Frekari rannsókna er þörf til að gera áhættumat vegna slíkra elda í sumarhúsabyggð. Nauðsynlegt er að afla sem bestrar vitneskju um útbreiðsluhraða elda við þær aðstæður sem ríkja á hverju svæði og meta hvenær hætta er á slíkum eldum.
Unnið er að því að fjármagna slíkar rannsóknir.
Lesa má um Mýraelda í væntanlegum greinum eftir Þröst Þorsteinsson, Borgþór Magnússon og Guðmund Guðjónsson í Náttúrufræðingnum og International Journal of Remote Sensing - nánar síðar.
No comments:
Post a Comment