2008-10-04

Sandstormur frá svæðinu norðan Vatnajökuls

Miðvikudaginn 17. September, 2008 var stíf sunnanátt og mikill sandstrókur (jökulset) stóð frá svæðinu rétt norðan Dyngjujökuls út yfir svæðið milli Melrakkasléttu og Langaness á haf út.

Svona atburðir eru nokkuð algengir og þegar strókur sem þessi stendur frá fjörum sunnanlands inn yfir Höfuðborgarsvæðið mælist gjarnan verulega aukin svifryksmengun.

Myndirnar kom frá Jeff Schmaltz (Mynd 1), MODIS Rapid Response, NASA Goddard Space Flight Center og hinar frá MODIS Rapid Response, NASA Goddard Space Flight Center.


iceland_sandstormur_zoom

Sandstrókur frá svæðinu norðan Dyngjujökuls, áfram á milli Melrakkasléttu og Langaness á haf út.

Iceland_2008261_sandstormur_zoom

Samskonar mynd, nema núna í fölskum litum (band 721), sem sýnir jafnvel betur hvaðan fína efnið kemur.

No comments: