Síðastliðið ár mældist minnsta útbreiðsla hafíss síðan mælingar hófust. Útbreiðslan miðar við að minnsta kosti 15% hafsvæðisins sé þakið ís.
Eins og sjá má á myndinni að ofan, var heildarflatarmálið árið 2007 í lágmarki aðeins rétt rúmlega 4 milljón ferkílómetra. Þetta er langtum minna en meðaltal áranna 1978 - 2007, og helmingi minna en árið 1980 þegar hæðsta gildi á lágmarks-útbreiðslu mældist.
Allar líkur eru á því að lágmarkið haldi áfram að lækka.
Ástæður þess eru:
- Margra ára ís heldur áfram að þynnast og eyðast.
- Enda þótt kaldir vetur myndi stóra þekju, eru sumrin oftast nægjanlega heit til að bræða megnið af þeim ís, og sennilega oftast allan þann ís og meira til.
Hafís að sumri gæti því orðið mjög lítill á næstu áratugum og jafnvel horfið alveg á þeim tímaskala.